CASUAL OUTFIT | STYLE EDITION

apríl 18, 2018

CASUAL OUTFIT | STYLE EDITION

Mig langar að sýna ykkur mjög flotta hversdags samsetningu.

Ég er í jakka frá Original Penguin sem ég fékk í samstafi við þá. Peysuna keypti ég frá Selected.

Gallbuxurnar koma frá merkinu Mannie De Voir og ég mæli hiklaust með þeim. Ég mæli líka með að fara með þær í styttingu ef þess þarf. Skóna keypti ég fyrir ári síðan úr Jack & Jones.

Það sem mér finnst svo flott við þetta útlit er hversu vel litirnir á skónum og buxunum passa saman.

Þetta er fullkomið útlit fyrir afslappað kvöld.

-SJT

 VERSLA | JAKKI
VERSLA | GALLABUXUR

 

UNDER ARMOUR | HOVR SKÓR

apríl 1, 2018

UNDER ARMOUR | HOVR SKÓR

Mig langar að sýna ykkur nýjustu hlaupaskóna frá Under Armour sem ég fékk mér um daginn. Þeir heita Hovr. Þeir eru til í nokkrum litum: svartir, hvítir og rauðir og auðvitað fékk ég mér þá í hvítu.

Ég mæli svo innilega með þeim. Þeir eru án efa þægilegustu hlaupa-/æfinga skór sem ég hef átt.

Þeir eru mjög flottir og um leið og þú prufar þá skal ég lofa þér því að það verður erfitt að koma sér úr þeim því þeir eru svo þægilegir.

-SJT

CASUAL OUTFIT COMBINATION | STYLE EDITION

mars 28, 2018

CASUAL OUTFIT COMBINATION | STYLE EDITION

Mig langar að sýna ykkur mjög flotta samsetningu. Það eina sem þú þarft er ljós grá hettupeysa og svartar gallabuxur, hvítir skór og ljós brúnn leðurjakki. Það er lika hægt að nota svartan frakka við þetta eins og þið sjáið.

Það sem þetta útlit er mjög hversdags getur þú skipt út leðurjakkanum fyrir frakka og fengið allt öðruvísi útlit.
Ég vona að þetta gefi ykkur smá innblástur fyrir fataskápinn.

-SJT

 

THREE MUST HAVE JACKETS FOR YOUR WARDROBE

mars 9, 2018

THREE MUST HAVE JACKETS FOR YOUR WARDROBE

Mótorhjólajakki

Leðurjakkar hafa verið í tísku í áratugi. Mótorhjólajakkarnir endast mjög lengi en það er ekki hægt að segja það um hvernig jakka sem er. Leður er sérstaklega sterkt efni sem getur enst í áratugi ef maður hugsar vel um það.

Að klæðast flottum mótorhjólajakka getur verið góð leið til að gera sig gildandi. Þess vegna mæli ég með því að allir eignist góðan leður mótorhjólajakka í fataskápinn sinn.

Varsity jakki

Varsity jakkinn er þekktur um allan heim sem óaðskiljanlegur hluti amerískrar skólaíþróttamenningar. Hann á uppruna sinn að rekja til miðbiks tuttugustu aldarinnar í virtasta háskóla í heimi: Harvard og var þá kallaður Letterman jakki.

Góður Varsity jakki er fín leið til að setja saman góðan hversdagsklæðnað.

Gallajakki

Þriðji jakkinn er gallajakki. Hann er klassískur og alltaf svalur. Hann var hannaður um 1880 af upphafsmanni Levis; Levi Strauss sem hannaði fyrstu gallabuxurnar sem þægilegan og endingargóðan vinnufatnað fyrir kúreka, járnbrautaverkfræðinga og námuverkamenn á tímum gullæðisins í Vestrinu. Gallajakkinn er búinn að vera í notkun í 130 ár og er alveg nauðsynlegur í klæðaskáp sérhvers manns.