ALGJÖR HERRAMAÐUR

janúar 20, 2018

ALGJÖR HERRAMAÐUR

Það sem ég ætla að sýna ykkur núna er ein af mínum uppáhalds samsetningum þessa dagana.
Ég er í þröngum gallabuxum frá Jack & Jones, hvítri rúllukragapeysu frá Selected og dökkbláum stuttum frakka frá Zara.

 Hvíta rúllukragapeysan fullkomnar þetta herra útlit, gefur því meiri sjarma og smell passar við stutta frakkann. Það sem ég fíla svo við þetta útlit er hvað litirnir fara vel saman.

Þetta er líka fullkomið fyrir nánast hvaða tilefni sem er og hentar vel í kuldanum.
-SJT

ALLT SVART | LONDON

janúar 11, 2018

ALLT SVART | LONDON

Ég ætla sýna ykkur mjög klassískt og flott útlit.
Ég er í tvíhnepptum frakka frá Zara sem er einn af mínum uppháhalds frökkum þessa stundina. Ég er líka í rúllukragapeysu frá Zara og gallabuxurnar keypti ég mér í Selected. Chelsea skórnir fást í Bianco.
Þetta klikkar bara ekki og þú getur farið í þessu hvort sem er út á lífið eða í matarboð.

-SJT

KLÆÐNAÐUR MÁNAÐARINS | DESEMBER 2017

janúar 3, 2018

 

KLÆÐNAÐUR MÁNAÐARINS | DESEMBER 2017

Mig langar að sýna ykkur upphálds lookið mitt í desember. Ég er í fóðruðum jakka sem ég keypti í H&M í Kaupmannahöfn síðasta sumar. Bolurinn er frá einu af mínum uppáhalds merkjum, Mika Jaymes. Þú getur fengið hann HÉR. Gallabuxurnar og skórnir fást í Selected. Þetta dress er fullkomið fyrir veturinn og er flott hversdags look.

Ég vona að þetta gefi ykkur einhverjar hugmyndir fyrir fataskápinn ykkar.

-SJT

 

MY TOP 5 FAVORITE OUTFITS OF 2017

desember 28, 2017

MY TOP 5 FAVORITE OUTFITS OF 2017

Hæ eins og þið vitið þá er árið að klárast og mig langar að sýna ykkur fimm uppáhalds samsetningar mínar árið 2017!


Í þeirri fyrstu er ég í jakka frá Levi’s, bol úr Selected og í upphálds gallabuxunum mínum sem koma frá Asos. Skórinir eru frá Tommy Hilfiger.

Samsetning númer tvö er mjög snyrtlegt og klassískt útlit. Það sem mér finnst svo töff við þetta er litasamsetningin með þessum þremur litum. Ég er í sérsaumuðum blazer frá Suitup Reykjavík, skyrtu úr Selected og buxum frá Zara. Skóna keypti ég frá Asos.

Þessi samsetning er fullkomin fyrir sumarveislu.

Næsta samsetning, númer þrjú, er fullkomin fyrir haust/vetur.

Ég er í úlpu frá Zo-On og í langerma bol frá Mika Jaymes, gallabuxum frá Asos og skóm frá Jack & Jones.

Fjórða samsetningin er mjög hversdagsleg og töff. Smá innblástur af 90’s Tommy Hilfiger bol og svörtum gallabuxum og chelsea skór frá Bianco

Fimmta samsetningin: Ég er í jakka úr Zara og bol frá Mika Jaymes, ljósbláum gallabuxum og Chelsea skóm fra Jack & Jones.

-SJT