THE PERFECT STREETSTYLE OUTFIT

júní 17, 2018

THE PERFECT STREETSTYLE OUTFIT

Ég er búinn að vera í Oslo undanfarnar 6 vikur. Ég hef ekki haft mikinn tima til að blogga en núna langar mig að sýna ykkur fullkomið street style look.

Ég er í biker jakka frá Reclaimed Vintage sem ég fékk frá Asos. Ég mæli innilega með honum vegna þess að hann er ekki dýr miðað við gæði. Bolurinn er frá H&M og gallabuxurnar eru frá merkinu Forage og eru án efa upphálds buxunar mínar. Ég fíla litinn á þeim og sniðið á þeim er fullkomið fyrir bæði Chelsea skó eða striga skó.

Til að fullkomna þetta look er um að gera að vera með aukahluti eins og gallabuxuna keðju, hringa og hálsmen.

VERSLA | GALLABUXUR VERSLA| JAKKI

-SJT

ZO-ON SUMMER 2018

apríl 30, 2018

ZO-ON SUMMER 2018

Nú þegar sumarið nálgast og við vonandi förum að kveðja risastóru dúnúlpurnar langar mig í samstarfi við ZO-ON að sýna ykkur tvo frábæra jakka fyrir hið Íslenska sumar.  

Fyrsti jakkinn sem ég valdi er Jökull. Hann fæst í svörtu og beige. Ég valdi beige þar sem mér finnst auðvelt að para hann við allskonar outfit. Jakkinn er einstaklega léttur og sniðið finnst mér frábært. Auðvelt er svo að renna hettunni af honum fyrir aðeins klassískara look.

 
HYLJA

Næst varð fyrir valinu HYLJA regnjakkinn. Hann fæst í grár, svartur og gulur. Eins og Jökull jakkinn þá er sniðið frábært. Vind og vatnsheldur úr tveggja laga Diamondium efni sem andar. Snilld fyrir hið óútreiknanlega Íslenska veðurfar.

VERSLA | JÖKULL
VERSLA | HYLJA

BOODYWEAR

apríl 26, 2018

BOODYWEAR

Mig langar að segja ykkur frá umhverfisvænu fatamerki kallað Boodywear sem nú er fáanlegt á Íslandi. Ég fékk sendan pakka frá þeim sem innihélt nokkur pör af sokkum, stuttermaboli og boxer nærbuxur.

Vörurnar þeirra eru framleiddar úr bambus í Australíu, en efnið er þekkt fyrir að vera ofnæmisfrítt, umhverfisvænt og afar mjúkt.

Ég hef verið að nota vörurnar þeirra í nokkurn tíma núna og verð að segja sokkarnir eru án vafa með þeim betri sem ég hef átt, mjög þægilegir. Stuttermabolirnir eru einnig frábærir og þá sérstaklega sniðið og hve efnið er gott.

Vörurnar þeirra eru nú fáanlegar í eftirfarandi verslunum á Íslandi:

Lyf & Heilsa, Apótekarinn, Lyfja, Fjarðarkaup 16 Verslanir Samkaups um land allt Urðarapótek, Apótek Mosfellsbæ, Lyfsalinn Glæsibæ, Apótek Garðabæjar, Austurbæjar apótek

boody.is

CASUAL OUTFIT | STYLE EDITION

apríl 18, 2018

CASUAL OUTFIT | STYLE EDITION

Mig langar að sýna ykkur mjög flotta hversdags samsetningu.

Ég er í jakka frá Original Penguin sem ég fékk í samstafi við þá. Peysuna keypti ég frá Selected.

Gallbuxurnar koma frá merkinu Mannie De Voir og ég mæli hiklaust með þeim. Ég mæli líka með að fara með þær í styttingu ef þess þarf. Skóna keypti ég fyrir ári síðan úr Jack & Jones.

Það sem mér finnst svo flott við þetta útlit er hversu vel litirnir á skónum og buxunum passa saman.

Þetta er fullkomið útlit fyrir afslappað kvöld.

-SJT

 VERSLA | JAKKI
VERSLA | GALLABUXUR